Þriðjudagur 08.05.2012 - 22:22 - FB ummæli ()

Steingrímur situr á kvótafrumvarpi, það fer ekki framhjá!

Auglýsingar útgerðarauðvaldsins eru satt að segja ótrúlegar.

Sorglegast er að sjá verkalýðsforkólfa og sjómenn taka þátt í þessu rándýra áróðursstríði húsbændanna í hópi sægreifa.

Og lýsingarnar á því hvernig auðn og eymd munu leggjast yfir landið ef útgerðarmennirnir missa minnstu spón úr aski sínum eru yfirgengilegar.

Það væri ekkert fráleitt þó næsta auglýsing yrði ný útgáfa af texta Utangarðsmanna, Hírósjíma.

Hann gæti hljómað svona:

Heill þér, góði sægreifi, seg þú mér:

Vorum við ekki fædd þér til dýrðar,

eða sáu Jóhanna og Steingrímur ekki að sér?

 

Ekkert svar, ekkert hljóð,

bara blóð og eftirköstin frá kvótafrumvarpinu.

Hættan eykst með hverri mínútu,

Steingrímur fer á stjá,

klofvega situr á kvótafrumvarpi,

það fer ekki framhjá.

 

Keflavík, Grindavík, Vogar,

Reykjavík, Þorlákshöfn loga.

Feður og mæður, börnin ykkar munu stikna.

 

Það er stutt í að auðn og tóm

munu leggjast yfir allt.

Það er stutt í það að launin ykkar

munu breytast í gufuský.

 

Hvert barn sem fæðist í dag

á minni og minni möguleika að lifa,

ef útgerðarmaður í dag

fær ekki að græða á kvóta!

 

Þið munuð öll, þið munuð öll deyja!

Þið munuð stikna, þið munuð brenna!

 

Feður og mæður,

börn ykkar munu svelta:

Steingrímur situr á kvótafrumvarpi,

það fer ekki framhjá.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!