Sunnudagur 13.05.2012 - 11:26 - FB ummæli ()

Má optast vænta þess að hann gjöri sig að svíni

Ég hef verið að reka stífan áróður fyrir álfasölu SÁÁ.

Og held því áfram í dag, enda er síðasti álfasöludagurinn.

Til vitnis um skaðsemi ofdrykkjunnar – sem álfinum er ætlað að sporna gegn – leiði ég hér fram vitnisburð úr gömlu blaði frá 1847.

„Sá drukkni eirir  ekki við heimilið, en slórir híngað og þángað, og þó að hann fari ódrukkinn heimanað, má optast vænta  þess, að hann gjöri sig að svíni, sem gestur,  annars staðar, komi síðan ekki heim dögum og vikum saman, fyrr en úrvinda og hálfrotaður.

Meðan hann er í ölæðinu heima, gefur hann lítinn gaum að heimilisþörfum og störfum, en veður uppá heimamenn og aðra, sem nærstaddir eru, með brígzlum og illyrðum, rifjar upp og æsir margt það, er fyrir laungu mátti gleymt  vera, svo flestir hræðast hann og fyrirlíta.

Hann skemmir margt, bætir ekkert, tefur konu, börn og hjú, og er í stuttu máli heimilis ólyfjan.

Konan verður  ángurvær,  hugsjúk, mædd og af manni geingin; börnin agalaus og illa siðuð, hjúin verklítil og óvönduð, og allt heimilisfólkið fær óþokka og viðbjóð á húsbóndanum.

Allt eins fer, á hinn hátt,  sé drykkjumaðurinn þjónn eður öðrum háður.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!