Laugardagur 19.05.2012 - 15:03 - FB ummæli ()

Hve hættulegt er þetta?

Sjálfstæðismenn hamast enn á Alþingi gegn stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs, ásamt fáeinum bandamönnum sínum.

Þeir munu vafalítið stoltir segja barnabörnunum sínum frá því þegar lögðu allt í sölurnar til að berjast gegn þessu stórhættulega plaggi.

Viljiði ekki fá að heyra hvílík hætta steðjar að?

Arnar Jónsson les þetta afar vel.

Ég mæli sérstaklega með því að þingmenn hlusti á þetta. Eftir að hafa fylgst með umræðum á þingi um stjórnarskrárfrumvarpið, þá er alveg deginum ljósara að sumir þeirra hafa alls ekki lesið plaggið.

Hér er fyrsti hlutinn.

Hér er næsti – mannréttindakaflinn ógurlegi!

Og áfram hér.

Hérna eru nú líka aldeilis margar hættur á ferðum, ef trúa má sjálfstæðismönnum.

Kaflinn um Alþingi er hér – mikil bót verður að honum!

Hagsmunaskráning þingmanna og fleiri kemur hér til sögu.

Brautryðjendagreinar um málskotsrétt þjóðarinn eru hér.

Kaflinn um forseta Íslands er hérna.

Hérna er svo kaflinn um ráðherra og ríkisstjórn.

Áfram hér – allt til mikilla bóta!

Dómsvaldið er hér – hefði betur verið komið í gildi fyrir löngu.

Hér er svo komið að sveitarstjórnum.

Þá eru það utanríkismálin.

Síðustu ákvæðin eru svo hér.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!