Föstudagur 25.05.2012 - 11:38 - FB ummæli ()

Söguleg efni

Ég hef verið að bræða með mér að stofna bókaklúbb sem gæfi út þýddar bækur um sagnfræðileg efni.

Altso sagnfræðilegs eðlis, ekki sagnfræðilegar skáldsögur.

Vandaðar bækur, fræðilega pottþéttar, en læsilegar og skemmtilegar.

Markhópurinn þokkalegur upplýstur og fróðleikhús almenningur.

Út gætu komið 3 bækur á ári, um allt milli himins og jarðar – frá Rómaveldi til Hitlers.

Þetta er allt ennþá bara á hugmyndastigi, en mig langar að vita hver grundvöllurinn er fyrir svona klúbbi.

Svo ég ætla að biðja þá sem gætu vel hugsað sér að ganga í svona klúbb að sækja „læk“ á þennan pistil.

Því fylgja að sjálfsögðu engar skuldbindingar – þetta er bara til að hjálpa mér að átta mig á grundvellinum fyrir svona klúbbi.

Athugið að ég spyr að þessu sama á Facebook, svo þeir sem hafa sett „læk“ við hugmyndinni þar ættu EKKI að endurtaka það hér, þá gæti ég haldið að áhuginn væri helmingi meiri en hann er!

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!