Laugardagur 16.06.2012 - 17:40 - FB ummæli ()

Jóhanna þarf greinilega ekki að kvarta

Ég hef sagt það áður en segi það þá bara aftur:

Þótt ég hafi aldrei verið í hópi dyggustu stuðningsmanna Davíðs Oddssonar þá var maðurinn þó helstur valdamaður á Íslandi lengst af mínum manndómsárum, og vissulega maður fyrir sinn hatt.

Því finnst mér í allri einlægni leiðinlegt að sjá hann á ofanverðri sinni starfsævi kominn í hlutverk vígahunds á málgagni sægreifanna á Íslandi, og vinnur helst fyrir sér með ansi ódýrum fimm aura bröndurum um andstæðinga sægreifanna.

Sjá til dæmis þetta nýjasta innlegg þessa fyrrum merka stjórnmálamanns í umræðuna um framtíð íslensku þjóðarinnar.

En það verð ég að segja að Jóhanna Sigurðardóttir getur nokkuð vel við unað ef það helsta sem á hana má finna er klaufavilla í hátíðarræðu fyrir tveim árum síðan.

Þá þarf hún eiginlega ekki mikið að kvarta.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!