Föstudagur 22.06.2012 - 15:22 - FB ummæli ()

Að sinna móðurhlutverkinu

Sjálfsréttlæting fjöldamorðingjans í Noregi var samhengislítið raus, eins og búast mátti við.

Um norska keppendur í Eurovision og ég veit ekki hvað.

Það eina merkilega fannst mér að hann fór að tala um konur, að þær ættu ekki að sofa óhikað hjá karlmönnum, heldur ættu þær að hugsa um að sinna móðurhlutverkinu.

Þar lá að.

Mín kenning hefur lengi verið sú að eiginlega öll þau „átök menningarheima“ sem margir telja nú standa yfir, ekki síst milli íslams og hins kristna heims, séu í raun fjörbrot feðraveldisins gamla gegn raunverulegu jafnrétti kynjanna.

Allir öfgamenn, sama hvaða trúarbrögðum eða pólitík þeir tilheyra, reynast fyrr eða síðar hafa ógurlegan áhuga á að konur „sinni móðurhlutverkinu“.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!