Fimmtudagur 27.11.2014 - 19:24 - FB ummæli ()

Hvað er með Jón Bjartmarz?

Hvað er eiginlega málið með Jón Bjartmarz?

Er hann farið að dreyma um hríðskotabyssur á nóttunni?

Nú segir hann að almenna löggan íslenska þurfi hríðskotabyssur til að koma í veg fyrir fjöldamorð eins og í Columbine skólanum eða Útey í Noregi.

Jæja já?

Komu allar þær byssur og vélbyssur sem ameríska lögreglan býr yfir í veg fyrir harmleikinn í Columbine?

Eða komu hríðskotabyssur norsku almennu löggunnar í veg fyrir hryllinginn í Útey?

Nei.

Þar var kölluð út sérsveit.

Við Íslendingar höfum sérsveit ríkislögreglustjóra, sem hægt er að kalla út með skömmum fyrirvara ef þörf er á vopnuðum lögreglumönnum.

Við eigum EKKI að opna almennu lögguna okkar.

Það er einfaldlega engin ástæða til þess – þvert á móti getur það verið hættulegt.

En Jón Bjartmarz gengur of langt þegar hann gefur sterklega í skyn að hér innanlands kunni að vera einhverjir upprennandi meðlimir IS sem gætu farið að undirbúa hryðjuverk.

Þetta er hræðsluáróður og tilraun til að magna upp ótta við múslima á Íslandi.

Svo hann geti fengið byssurnar sínar.

Hafi Jón Bjartmarz skömm fyrir.

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!