Laugardagur 22.11.2014 - 10:32 - FB ummæli ()

Sigmundur Davíð skipar sér gegn þjóðinni

Viðbrögð forsætisráðherra við afsögn Hönnu Birnu er þess eðlis að Spaugstofan eða Baggalútur hefðu verið fullsæmd af.

Ekki eitt orð um þau mistök og misfærslur sem Hanna Birna gerði sig seka um.

Nei, það er ÞJÓÐIN sem þarf að skammast sín.

Screen shot 2014-11-22 at 10.38.45 AMÁ mbl.is segir Sigmundur Davíð að „gengið hafi verið fram af mik­illi grimmd og jafn­vel ódreng­skap gegn Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í leka­mál­inu svo­nefnda. „Sú hlið máls­ins hef­ur verið mjög dökk …“ Hann seg­ir að eyða þurfi hatr­inu sem ein­kenn­ir umræðuna.

„Hanna Birna hef­ur þurft að þola mjög mikið. Það hef­ur reynd­ar verið al­veg ótrú­legt að fylgj­ast með því hvað komið hef­ur verið fram af mik­illi grimmd gagn­vart Hönnu Birnu og ætt­ingj­um henn­ar, sumt af því op­in­ber­lega og annað ekki.

Hanna Birna hef­ur jafn­vel þurft að sæta mjög ógeðfelld­um árás­um og hót­un­um gagn­vart sér og fjöl­skyldu sinni,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð.“

Af einhverjum ástæðum biður blaðamaður mbl.is Sigmund Davíð ekki um að nefna eitt einasta dæmi máli sínu til stuðnings.

Hefði það verið til of mikils mælst?

En svo heldur Sigmundur Davíð áfram:

„Ég held að það sé ástæða fyr­ir alla til þess að hafa áhyggj­ur af því hvernig þjóðfé­lagsum­ræðan hef­ur þró­ast. Hún er auðvitað af­leiðing af ákveðnum tíðaranda sem hef­ur verið ríkj­andi und­an­far­in ár. En sá tíðarandi er ekki til þess fall­inn að byggja upp og gera sam­fé­lagið betra.

Það sem þurf­um á að halda er meiri umræða um staðreynd­ir og þau tæki­færi sem við stönd­um frammi fyr­ir og hvernig best sé að nýta þau. Sem sagt raun­veru­lega póli­tíska rök­ræðu og minna af hatr­inu.“

Auðvitað án þess að nefna eitt einasta dæmi um það „hatur“ sem Hönnu Birnu hafi mætt.

Þegar sannleikurinn er sá að til dæmis í öllum skrifum DV um málið var aldrei vikið orði að persónu Hönnu Birnu, hvað þá fjölskyldu hennar.

Þar voru hins vegar taldar upp ófáar staðreyndir um gjörðir hennar.

En Sigmundur Davíð leiðir ekki eitt andartak hugann að því hvort hún kunni að hafa gert eitthvað rangt.

Hvort einhver hafi þurft að þola eitthvað hennar vegna.

Hvort þjóðin hafi þurft að þjást meðan ráðherrann engdist á eigin öngli.

Sem sé – ráðherra gerist sekur um fjölmörg mistök, svo það sé nú kurteislega orðað, og fer út fyrir valdmörk sín.

Þá skipar Sigmundur Davíð sér gegn þjóðinni.

Það er líka ósköp skiljanlegt.

Hann er ekki forsætisráðherra þjóðarinnar.

Hann er forsætisráðherra ríka fólksins og valdastéttanna.

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!