Þriðjudagur 18.11.2014 - 08:56 - FB ummæli ()

Pilla úr Hádegismóum

Ég hélt ræðu á Austurvelli í gær.

Ekki var ritstjóri Morgunblaðsins ánægður með ræðuna, og allt í lagi með það. Hann sendir mér pillu í Staksteinum í morgun, og allt í lagi með það líka.

Ég verð hins vegar að segja að mér finnst ansi skrýtið að hann skuli fullyrða að ég geti „þakkað þessari ríkisstjórn sérstaklega“ fyrir að fá að vera með þáttinn Frjálsar hendur í Ríkisútvarpinu.

 

Screen shot 2014-11-18 at 8.22.07 AM

 

Telur hann að ríkisstjórnin taki ákvarðanir um hverjir sjái um einstaka þætti í útvarpinu?

Og að fólk eigi að vakna á hverjum morgni og færa ríkisstjórninni þakkir fyrir að fá að vera þar með þætti?

Þetta er eiginlega bara fyndið, en samt örlítið óhuggulegt.

Af því ég held þessu sé í rauninni ekki beint til mín.

Davíð Oddsson veit vonandi af langri reynslu að ég er ekkert hræddur við hann, en kannski vonast hann til að skjóta öðrum starfsmönnum ríkisins skelk í bringu – með því að benda þeim á að þeir geti „þakkað þessari ríkisstjórn sérstaklega“ fyrir að fá að vinna sína vinnu og skuli því ekki vera með neitt múður, eins og að halda ræður á Austurvelli.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!