Mánudagur 10.11.2014 - 23:22 - FB ummæli ()

Góður dagur án Sigmundar

Ég fór á mótmælafund á Austurvelli klukkan fimm. Það var kalt og fallegt veður, hátt í þrjú þúsund manns mættu, skemmtilegt fólk sem gerði að gamni sínu af djúpri alvöru, og ágæt úthugsuð ávörp voru flutt af ræðumönnum sem vildu allt til vinna að bæta sitt samfélag. Og það var sungið og þarna uppgötvaði ég nýjan músíkant, góðlegan og bráðfyndinn pönkara með dauðarokksrödd: Hemúlinn.

Og ég fór heim af fundinum glaður í bragði og fannst ég hafa verið í góðum hópi og fólk væri almennt vel gefið og skemmtilegt og vildi vel. Og ég var í góðu skapi alveg þangað ég slysaðist til að líta á Kastljósið og sá Sigmund Davíð standa þar í barnalegu þrefi við spyrjandann um merkingu augljósra spurninga.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!