Föstudagur 11.01.2013 - 16:39 - FB ummæli ()

Þeir sem eiga um sárt að binda

Margt er athugavert í samfélagi okkar, það er mála sannast.

En við erum þó yfirleitt ekki í lífshættu og við höfum nóg að bíta og brenna.

Ólíkt hinum stríðshrjáðu Sýrlendingum, en þótt minna hafi farið fyrir hörmungum þeirra í fréttum hér síðustu vikur en var um skeið, þá hefur ástandið í landi þeirra alls ekki batnað.

Þvert á móti eiga þar æ fleiri um sárt að binda í ýmsum skilningi þess orðs, ekki síst börnin.

Í haust gerði Fatímusjóðurinn sem móðir mín og fleiri vinir Miðausturlanda halda úti myndarlegt átak og safnaði töluverðu fé sem komið til þurfandi fólks í Sýrlandi.

Nú er Fatímusjóðurinn kominn af stað á ný í von um að lina megi þjáningar umtalsverðs hóps af sýrlenskum börnum og ungmennum.

Fé verður safnað handa hungröðum og þjökuðum Sýrlendingum sem flúið hafa til Zatari-búðanna í Jórdaníu. Þar hefst fólk við, hrætt og illa haldið.

Ef þið getið lagt eitthvað af mörkum, endilega leggið inn á reikning 342 – 13 – 551212 og kt 140240-3979.

Allt mun skila sér á áfangastað, og kom að góðum notum. Jafnvel bjarga mannslífum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!