Þriðjudagur 31.01.2012 - 18:35 - FB ummæli ()

Ljúkum málinu

Þegar frétt kom í útvarpinu áðan sem mér heyrðist eiga að snúast um skoðanir Ólafar Nordal á málssókninni gegn Geir Haarde, þá verð ég að viðurkenna að ég skipti um stöð. Með djúpri virðingu fyrir Ólöfu orkaði ég ekki í bili að heyra skoðanir hennar á þessu einu sinni enn.

Ég verð æ sannfærðari um að eina vitið sé að ljúka málinu fyrir Landsdómi. Þvargið á Alþingi nú á sér augljóslega fúlar flokkspólitískar rætur og það má ekki líðast í svo mikilvægu máli.

Það er ekkert stórhættulegt mannréttindabrot þó nokkrir miðaldra íslenskir lögfræðingar fjalli um hvort Geir Haarde hafi brotið lög um ráðherraábyrgð.

Látum Landsdóm hafa sinn gang.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!