Föstudagur 03.02.2012 - 17:11 - FB ummæli ()

Ekki þó ég hefði reynt

Ég er nú – eins og ég þreytist seint á að taka fram – ekki mjög reikningsglöggur maður, og bókhald leikur ekki í höndunum á mér.

En ég get þó fullyrt að ef einhver hefði haft vit á því að skipa mig yfir lífeyrissjóðina, þá hefði mér ekki tekist að tapa 479 milljörðum á tveimur árum.

Ekki einu sinni þó ég hefði reynt.

Það er þó huggun harmi gegn, er það ekki, að þeir sem töpuðu öllum þessum peningum hafa vafalítið tapað minna af sínum lífeyri en við aumur pöpullinn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!