Þriðjudagur 07.02.2012 - 17:53 - FB ummæli ()

Burt með neitunarvaldið

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna reyndi að komast að samkomulagi um tiltölulega útvatnaða en þó nokkuð skýra ályktun sem beint var gegn Assad Sýrlandsforseta sem þessa mánuðina fer hamförum gegn sinni eigin þjóð.

Rússar og Kínverjar stöðvuðu ályktunina með neitunarvaldi sínu í Öryggisráðinu.

Afleiðing þess er auðvitað sú að nú telur Assad sig hafa frjálsar hendur til að murka lífið úr fleiri andstæðingum sínum.

Þetta er ömurlegt upp á að horfa.

Undanfarið hafa öðruhvoru kviknað vangaveltur um að fleiri ríki en hin fimm gömlu stórveldi ættu að hafa fastafulltrúa og neitunarvald í Öryggisráðinu.

Það er sjálfsagt að endurmeta hvaða þjóðir eiga að hafa þar fastafulltrúa.

En umfram allt verður, að fenginni reynslu, að leggja af neitunarvaldið.

Það tekur eflaust langan tíma, því gömlu stórveldin munu ekki vilja sleppa hendinni af þessu valdatæki sínu.

En hvernig væri að Ísland færi nú að hreyfa því innan Sameinuðu þjóðanna að leggja af þetta úrelta þing, sem á rætur sínar í týndum tíma?

Heimurinn á ekki lengur að skiptast milli húsbænda og hjúa.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!