Föstudagur 27.01.2012 - 07:20 - FB ummæli ()

Vafningur Glitnis, Milestone og Engeyinga

Það er full ástæða til að vekja athygli á grein Hallgríms Helgasonar rithöfundar í DV í dag, þar sem hann rekur Vafningsmálið sem nú er á sinni hægu en vonandi öruggu siglingu í réttarkerfinu.

Af einhverjum ástæðum hafa aðrir fjölmiðlar en DV lítt eða ekki sinnt þessu máli, sem var eins og dæmigerð „skítaredding“ í aðdraganda hrunsins.

Þar sem ég verð að viðurkenna að fréttir af fjármálasnúningum og vafningum og reddingum og bankafléttum og þess háttar vefjast ótrúlega fyrir mér, þá hef ég hins vegar átt svolítið erfitt með að átta mig á gangi mála í þessu Vafningsmáli.

Hallgrímur setur málið hins vegar afar skýrt og skilmerkilega fram, já, á furðulega auðskiljanlegan hátt.

Hann á kannski framtíðina fyrir sér sem viðskiptablaðamaður?!

Og eins og Hallgrímur rekur, þá er auðvitað í meira lagi undarlegt að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skuli ekki hafa þurft að svara markvissari spurningum um þetta mál en raunin er.

Hvað vissi hann hvenær? Eða þá hvers vegna ekki?

Þegar maður les þessa merku grein Hallgríms, þá verður líka enn meira aðkallandi en áður að fá svar við einni spurningu.

Hver var það í hópi Milestone-manna eða Engeyinga eða Glitnismanna sem var nógu meðvitaður til að kalla þann peningavafning sem búinn var til um „skítareddinguna“ einmitt Vafning?

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!