Þriðjudagur 29.11.2011 - 12:01 - FB ummæli ()

Vitfirringur

Fjöldamorðinginn í Noregi hefur nú verið úrskurðaður ósakhæfur.

Það kemur sjálfsagt mörgum í opna skjöldu, því skilgreiningin á ósakhæfi vegna geðveiki er yfirleitt á þá lund að viðkomandi hafi ekki gert sér grein fyrir gjörðum sínum, eða ekki ráðið við sig á einhvern hátt.

Morðsvínið í Noregi gerði sér hins vegar fulla grein fyrir gjörðum sínum, og hafði á sér hina ýtrustu stjórn.

Búast má að ættingjar þeirra sem hann drap verði ekki allir ánægðir með að hann verði ekki dæmdur til fangelsisvistar, heldur vistaður á geðdeild sem sjúklingur.

Það gæti þó kannski verið þeim einhver huggun harmi gegn að sjálfsagt svíður engum þessi úrskurður sárara en morðingjanum sjálfum, sem taldi sig vera að framkvæma einhvers konar úthugsaða pólitíska „hernaðaraðgerð“ eða jafnvel „hetjudáð“ en er svo bara útskurðaður vitfirringur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!