Þriðjudagur 29.11.2011 - 14:56 - FB ummæli ()

Rétt úr bakinu

Það er afar gleðilegt að þingmenn hafi nú samþykkt stuðning við sjálfstæðisyfirlýsingu Palestínumanna.

Í fljótu bragði er erfitt að finna nokkra þjóð sem býr við ömurlegri aðstæður en Palestínumenn.

Mörgum má þakka fyrir þennan áfanga – svo ég líti mér nú persónulega svolítið nærri, þá er ég til dæmis viss um að mín góða móðir eigi sinn þátt í þessu með því að hafa aukið skilning okkar á hlutskipti Palestínumanna og Araba yfirleitt með skrifum sínum og ferðalögum á þessar slóðir í 30 ár!

Sem áreiðanlega hefur stórbætt víðsýni bæði þjóðar og þingmanna.

Nú síðast hefur Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra borið málstaðinn áfram af miklum sóma. Hann á heiður skilinn fyrir framgöngu sína í þessu máli.

Og það var auðvitað sérstaklega skemmtilegt að sú uppátækjasama frú mannkynssagan skyldi taka upp á því að láta þetta gerast einmitt meðan situr á Alþingi fulltrúi Palestínumanna, og fyrsti þingmaðurinn okkar sem er svona langt að kominn, Amal Tamini.

Með þessari góðu ákvörðun getum við rétt svolítið úr bakinu. En umfram er vonandi að þetta styrki Palestínumenn í baráttu þeirra gegn hinum ringluðu forráðamönnum Ísraelsríkis.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!