Fimmtudagur 24.11.2011 - 10:50 - FB ummæli ()

Páll Heiðar

Útför Páls Heiðars Jónssonar útvarpsmanns með meiru verður gerð í dag.

Ég þekkti Pál Heiðar ekki persónulega en um það leyti sem ég var að byrja að fylgjast með samfélagsmálum var hann í hópi hinna allra athyglisverðustu útvarpsmanna.

Hann byrjaði til dæmis ásamt Sigmari B. Haukssyni með morgunútvarp sem helgað var samfélagsmálum, en fram að því höfðu þulir Ríkisútvarpsins ráðið einir ríkjum á morgnanna með létta og skemmtilega tónlist.

Ég man að það tókst svolítinn tíma að venjast því að hlusta á þungar umræður um efnahagsmál eða sjávarútvegsmál í morgunsárið, en þar kom að manni þótti sem einmitt þannig ætti morgunútvarp að vera.

Páll Heiðar hafði eftirtektarverða rödd, hæga og jafnvel þunga, en það fór aldrei milli mála að hann vissi hvað hann var að tala um.

Hann innleiddi fleiri nýjungar í útvarpið á Íslandi – ég hef fyrir satt að hann hafi barist fyrir „útvarpi hins hugsandi manns“.

Það er göfugt markmið, og Páll Heiðar Jónsson átti sinn þátt í að þoka okkur þangað áleiðis.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!