Færslur fyrir nóvember, 2011

Miðvikudagur 23.11 2011 - 23:18

Næsti túristastaður?

Það er ekki mikið meira en áratugur síðan vísindamenn fundu fyrstu reikistjörnuna utan okkar sólkerfis. Nú er búið að finna mörg hundruð, og sífellt fleiri bætast við. Til að byrja með voru reikistjörnurnar sem fundust fyrst og fremst risastórir gasrisar, þar sem líf eins og við þekkjum það getur trauðla þróast, en smátt og smátt […]

Miðvikudagur 23.11 2011 - 20:51

Vá?

Finnst engum nema mér (og konunni minni) neitt athugavert við að léttklæddur prestur að hnykla ofurþjálfaða vöðvana hafi verið fenginn til að opna vefsíðu nýs flugfélags? Og blessa það í leiðinni? Sjá hér. Er ekki eitthvað örlítið … ja, 2007 … við þetta? Jájá, ég veit að það er ofsalega fúlt að vera að agnúast […]

Þriðjudagur 22.11 2011 - 21:25

Þökk sé Ríkisútvarpinu – nei, RÚV meina ég …

Það er ömurlegt hvað norrænu sjónvarpsstöðvarnar eru óprófessjónal miðað við hið íslenska Ríkisútvarp. Nei, fyrirgefið, RÚV. Í gærkvöldi horfði ég á rússneska heimildarmynd í norska sjónvarpinu þar sem sagt var frá falli kommúnismans í Sovétríkjunum. Núna í kvöld er ég að horfa á aðra rússneska heimildarmynd í sænska sjónvarpinu þar sem greinir frá stelpukjána sem […]

Mánudagur 21.11 2011 - 23:35

Þeir sem risu upp

Guðný Ýr Jónsdóttir ekkja skáldsins Sigfúsar Daðasonar skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún kvartaði undan því að í nýrri bók Hannesar Hólmsteins um íslenska kommúnista væri því haldið fram að hann hefði „verið ófáanlegur“ til að mótmæla innrás Sovétríkjanna í Ungverjaland 1956. Hún bendir á að það hafi hann einmitt gert með […]

Mánudagur 21.11 2011 - 11:12

Mikið verk Gísla

Ekki dettur mér í hug að við sem sátum í stjórnlagaráði höfum endilega skilað  fullkomnu verki og þaðan af síður óumdeilanlegu. Og það er sjálfsagt og eðlilegt að fólk setji fram sínar skoðanir, athugasemdir og gagnrýni. Ég skal á hinn bóginn viðurkenna að það fer ööööööörlítið í taugarnar á mér þegar gagnrýnendur tala um að […]

Sunnudagur 20.11 2011 - 12:40

Dada

Það hefur verið nánast súrrealísk reynsla að fylgjast með fréttum af landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Báðir frambjóðendur til formanns leggja lykkju á leið sína til að lofa og prísa Davíð Oddsson sem hinn mikla og „farsæla“ forsætisráðherra. Ég ber í sjálfu sér fyllstu virðingu fyrir mörgum dráttum í stefnu Sjálfstæðisflokksins. En það er ekki hægt að bera […]

Laugardagur 19.11 2011 - 15:34

Hverjir skulda hverjum hvað

Hérna er dálítið skemmtileg graf sem BBC hefur látið gera og sýnir næsta vel hverjir skulda hverjum hvað í skuldakrísunni sem gengur nú yfir Vesturlönd. Þarna má sjá nokkur þeirra Evrópulanda sem mest hafa verið í sviðsljósinu, ásamt Bandaríkjunum og Japan. Smellið á nafn hvers lands fyrir sig, þá sést hverjum þau skulda og hvað […]

Laugardagur 19.11 2011 - 15:18

Stríð athugasemdasemjaranna

Þar sem það hefur orðið fréttaefni á að minnsta kosti tveimur vefsíðum að nafnlausir skríbentar hafi villt á sér heimildir í athugasemdum á bloggsíðunni minni, þá er best ég afgreiði málið fyrir mína parta. Í gærmorgun uppgötvaði ég mér til stórrar furðu að einhver hafði tekið þátt í umræðum um einn af bloggpistlum mínum undir […]

Föstudagur 18.11 2011 - 21:30

Menningarminjar

Vésteinn Ólafsson fyrrverandi prófessor og forstöðumaður Árnastofnunar skrifar í Fréttablaðið í dag um hugmyndir um að reisa í Skálholti kirkju í stíl hinna stórmerkilegu miðaldadómkirkna sem þar stóðu forðum. Og hann finnur þeim hugmyndum flest til foráttu. Mér finnst svolítið yfirlæti skína í gegnum grein hans. Yfirlæti þess sem er viss um að hann hafi […]

Föstudagur 18.11 2011 - 18:31

Svartnættið

Ekkert veit ég um þetta mál, umfram það sem stendur í frétt Pressunnar. En þarna virðist Karl Wernersson hafa lent í einhvers konar tuski við lögfræðing sem var kominn til að kyrrsetja tæki á líkamsræktarstöðinni hans á Grand Hotel. Og ég verð að viðurkenna að stundarkorn fann ég svartnættið hellast yfir mig. Í Laugardalshöllinni keppast […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!