Sunnudagur 20.11.2011 - 12:40 - FB ummæli ()

Dada

Það hefur verið nánast súrrealísk reynsla að fylgjast með fréttum af landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Báðir frambjóðendur til formanns leggja lykkju á leið sína til að lofa og prísa Davíð Oddsson sem hinn mikla og „farsæla“ forsætisráðherra.

Ég ber í sjálfu sér fyllstu virðingu fyrir mörgum dráttum í stefnu Sjálfstæðisflokksins.

En það er ekki hægt að bera virðingu fyrir flokki þar sem það virðist vera orðið trúaratriði að sleikja sig upp við helsta hrunvald Íslands.

Það er bara móðgun við alla þá sem þurft hafa að reyna hrunið á eigin skinni.

Ég hvet fólk til að lesa þetta blogg Marinó G. Njálssonar.

Og að heyra 1.600 manns á landsfundi skellihlæja að fimmaurabröndurum hins mikla og ástsæla leiðtoga, það er sorglegt.

Það vottar ekki fyrir raunsæi í viðhorfum þeirra sem ráða í sjálfstæðisflokknum.

Eftir á að hyggja er súrealismi ekki nógu sterkt orð til að lýsa forystu Sjálfstæðisflokksins nú um stundir.

Dada-ismi væri nær lagi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!