Þriðjudagur 22.11.2011 - 21:25 - FB ummæli ()

Þökk sé Ríkisútvarpinu – nei, RÚV meina ég …

Það er ömurlegt hvað norrænu sjónvarpsstöðvarnar eru óprófessjónal miðað við hið íslenska Ríkisútvarp.

Nei, fyrirgefið, RÚV.

Í gærkvöldi horfði ég á rússneska heimildarmynd í norska sjónvarpinu þar sem sagt var frá falli kommúnismans í Sovétríkjunum.

Núna í kvöld er ég að horfa á aðra rússneska heimildarmynd í sænska sjónvarpinu þar sem greinir frá stelpukjána sem vinnur í vodkaverksmiðju en lætur sig dreyma um að verða leikkona.

Þetta eru út af fyrir sig mjög merkilegar myndir.

Alvöru heimildarmyndir, úthugsaðar og segja merkilega sögu.

En sem betur fer yrðu þær aldrei sýndar í hinu íslenska Ríkisútv … nei, RÚV, meina ég.

Það eru nefnilega atriði í þeim báðum þar sem lýsingin er ekki alveg nógu góð.

Ég bara skil ekkert í okkar norrænu systkinum að líða þetta í sjónvarpinu hjá sér!

Og eru þetta þó ríkisstöðvar báðar.

Sem betur fer stendur RÚV vaktina og neyðir okkur ekki til að horfa á eitthvað illa lýst rugl.

Efnið skiptir engu máli, en lýsingin verður að vera í lagi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!