Færslur fyrir nóvember, 2011

Föstudagur 18.11 2011 - 14:48

Engin takmörk

Það virðist nú hafa verið staðfest. Ljóshraðinn er ekki mesti hraði í alheiminum. Sjá hér. Vísindamenn munu að vísu telja sig þurfa meiri prófanir, áður en þeirri kennisetningu Alberts Einstein verður kastað fyrir róða að ekkert geti nokkru sinni farið hraðar en ljósið. En líkurnar aukast. Þessi kennisetning Einsteins hefur verið viðtekinn sannleikur í 100 […]

Föstudagur 18.11 2011 - 08:53

Ekki einu sinni fyndið

„… ítrekað verið vegið að Davíð Oddssyni fyrrverandi formanni okkar og farsælasta forsætisráðherra seinni tíma …“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson við upphaf landsfundar Sjálfstæðisflokksins í gær. „… farsælasta forsætisráðherra seinni tíma …“ Já? Hrunið er sem sagt hin farsæla arfleifð þessa farsæla manns? Vitiði, mér finnst þetta ekki einu sinni fyndið.

Fimmtudagur 17.11 2011 - 08:39

Merkel og Sarkozy

Hérna er fín grein eftir Jón Orm Halldórsson um Evrópusambandið. Ég mæli með að fólk lesi hana. Ég var á sínum tíma eindregið á móti því að Ísland kæmi nálægt Evrópusambandinu. Eiginlega ekki út af neinu sérstöku – bara þeim „ESB-passar-okkur-ekkert“ staðhæfingunum, sem ég held að búi að baki mestallri andstöðunni við ESB hér á […]

Miðvikudagur 16.11 2011 - 18:23

Eitthvað hefur áunnist

Það er guðs þakkar vert hve umræða um einelti og alls konar kúgun og ofbeldi hefur aukist í samfélaginu síðustu árin. Fyrir það má ekki síst þakka fjölmiðlum. DV hefur þar verið fremst í flokki, en ýmsir aðrir fjölmiðlar – bæði á netinu og annars staðar – hafa líka staðið sig vel. Maður verður vissulega […]

Miðvikudagur 16.11 2011 - 09:32

Að skapa fortíð

Ég man alltaf hvað ég varð undrandi þegar það rann fyrst upp fyrir mér fyrir mörgum hve voldug mannvirki þær hefðu verið, miðaldadómkirkjurnar í Skálholti. Að þessar stóru timburkirkjur hafi verið reistar hér í alveg timburlausu landi er eiginlega með algjörum ólíkindum. Ef það verður af byggingu nýrrar miðaldadómkirkju í Skálholti – eins og hér […]

Þriðjudagur 15.11 2011 - 19:47

Hverju fagnaði umboðsmaður barna?

Áðan heyrði ég á Rás 2 viðtal við formann Sjómannasamtakanna þar sem hann var spurður um hið viðbjóðslega dómsmál sem frá hefur verið greint í dag í fjölmiðlum, og ég hef ekki andlegt þrek til að rekja hér. Þegar viðtalinu lauk, þá þökkuðu dagskrárgerðarmennirnir á Rás 2 fyrir, og formaður Sjómannasamtakanna sagði kurteislega: „Það var […]

Þriðjudagur 15.11 2011 - 18:52

Sjálfstæðisyfirlýsing er ekki ný af nálinni

Veftímaritið Lemúrinn vekur athygli á því að í dag eru rétt 23 ár síðan Palestínumenn lýstu yfir sjálfstæðu ríki. Og þeir fengu meira að segja sitt virtasta ljóðskáld til að skrifa sjálfstæðisyfirlýsinguna. Þetta er allt saman hér. Í sjálfstæðisyfirlýsingunni er lýst fögrum hugsjónum. Þær hafa ekki ræst ennþá, bæði vegna hernáms Ísraela, andstöðu stuðningsmanna þeirra […]

Þriðjudagur 15.11 2011 - 16:06

Enn er gasprað

Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðsemi Kárahnjúkavirkjunar sé of lág. Sjá hér. Þá er aðeins verið að tala um peningalega arðsemi, og umhverfisspjöll ekki reiknuð inn í dæmið, skilst mér. Ég man eftir fullyrðingum á undirbúningstíma þessarar tröllauknu virkjunar, þar sem einmitt þessu var haldið fram. Að arðsemin yrði hvergi nærri næg. Það væri athyglisvert að […]

Þriðjudagur 15.11 2011 - 07:51

Ég er til í það

Starfshópur á vegum landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytis hefur komist að þeirri niðurstöðu að gangi Ísland í Evrópusambandið þurfi að auka stuðning við sauðfjár- og nautgripabændur. Á móti komi að matarverð í landinu lækki um þrjátíu prósent. Þrjátíu prósent! Ég er til í það.

Sunnudagur 13.11 2011 - 17:48

Pólitíkusar hrunsins enn að gera sig breiða

Það er óhætt að mæla með viðtali Egils Helgasonar við Peadar Kirby í þætti hans í Ríkissjónvarpinu í dag. Þar sem Kirby fer yfir orsakir og afleiðingar „góðærisins“ á Írlandi annars vegar og Íslandi hins vegar. Og hrunið sem varð á báðum stöðum, og viðbrögðin við því. Sumt er skelfilegt líkt. En annað kemur á […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!