Miðvikudagur 16.11.2011 - 09:32 - FB ummæli ()

Að skapa fortíð

Ég man alltaf hvað ég varð undrandi þegar það rann fyrst upp fyrir mér fyrir mörgum hve voldug mannvirki þær hefðu verið, miðaldadómkirkjurnar í Skálholti.

Að þessar stóru timburkirkjur hafi verið reistar hér í alveg timburlausu landi er eiginlega með algjörum ólíkindum.

Ef það verður af byggingu nýrrar miðaldadómkirkju í Skálholti – eins og hér hefur verið boðað – þá ætti eiginlega samhliða að búa til heimildarmynd um kirkjubyggingarnar á miðöldum. Með allskonar nútímatækni má væntanlega myndgera það ótrúlega uppátæki þegar tröllaukin tré voru flutt hingað frá Noregi og dröslað alla leið upp í Skálholt.

Mér finnst sem sé að það ætti að láta verða af þessu. Fyrir utan sögur og bækur verður að viðurkennast að íslensk miðaldamenning skapaði ekki margt eftirminnilegt, svo um að gera að halda því á lofti sem sannanlega var merkilegt á öðrum sviðum.

Það getur verið viðkvæmt mál að „smíða fornminjar“ eins og dæmin sanna, en sé gengið til verks með réttu hugarfari, eins og þarna virðist gert, þá er ekkert athugavert við að gefa framtíðinni áþreifanlega hugmynd um hvernig fortíðin leit út.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!