Sunnudagur 13.11.2011 - 17:48 - FB ummæli ()

Pólitíkusar hrunsins enn að gera sig breiða

Það er óhætt að mæla með viðtali Egils Helgasonar við Peadar Kirby í þætti hans í Ríkissjónvarpinu í dag.

Þar sem Kirby fer yfir orsakir og afleiðingar „góðærisins“ á Írlandi annars vegar og Íslandi hins vegar.

Og hrunið sem varð á báðum stöðum, og viðbrögðin við því.

Sumt er skelfilegt líkt.

En annað kemur á óvart.

Eins og Kirby segir sjálfur, þá kom honum mjög á óvart að sjá að alls konar pólitíkusar sátu á fremsta bekk í „góðærinu“ séu enn á fremsta bekk Alþingis Íslendinga.

En tekur vandlega fram að hvað svo sem um Íra megi segja, þá myndu þeir ekki láta bjóða sér slíkt.

Þar væri búið að vísa þeim stjórnmálamönnum á dyr.

„Marginalized“ minnir mig að sé orðið sem hann notaði.

Það þýðir svona nokkurn veginn að setja einhvern út á spássíu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!