Færslur fyrir nóvember, 2011

Sunnudagur 13.11 2011 - 16:41

Berbar

Hérna er prýðileg grein sem Vera nokkur Illugadóttir skrifaði fyrir fáeinum dægrum í það skemmtilega veftímarit Lemúrinn. Og vekur ágæta athygli á því að málefni Miðausturlanda og Norður-Afríku eru gjarnan töluvert flóknari en við teljum, þegar við stimplum alla sem þá búa einfaldlega Araba. Berbar eru merkileg þjóð með merka og langa sögu, sem teygir […]

Sunnudagur 13.11 2011 - 12:48

Er þjóðkirkjan snærisþjófur af Akranesi?

Umræður um stjórnarskrárfrumvarpið sem stjórnlagaráð setti saman í sumar fara nú vaxandi og er það vel. Og hafa ýmsir sett fram athugasemdir sínar. En rétt eins og ég ímynda mér ekki að frumvarpið okkar sé endanlega fullkomin smíð, þá eru athugasemdirnar sumar ekki alveg alfullkomnar. Og ég finn mig til dæmis knúinn að fara fáeinum […]

Laugardagur 12.11 2011 - 11:45

Samráðsstjórnmál hin nýju

Hvað í ósköpunum getur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Bjarna Benediktssyni gengið til að hafa um það samráð sín á milli að svara ekki ósköp eðlilegum spurningum Fréttablaðsins um skoðanir þeirra á helstu málum samtímans? Sjá hér. Þetta eru allt spurningar sem ég myndi vilja svör við ef ég ætti að fara að kjósa til formanns […]

Fimmtudagur 10.11 2011 - 22:12

Að nýta jörð

Ég ætla ekki að hella mér út í umræður um hvort Kínverji megi kaupa Grímsstaði á Fjöllum. En mér fannst merkilegt að heyra til Steingríms J. Sigfússonar á Alþingi í dag, þegar hann var spurður um skoðun sína á kaupum Kínverjans. Steingrímur viðurkenndi að vera tregur til og sagði að í sínum huga skipti það […]

Fimmtudagur 10.11 2011 - 15:38

Kaldrifjaður brandari

Ég tek undir hvert orð Jónasar Kristjánssonar hér. Það virðist eitthvað meira en lítið að í dómskerfinu þegar menn eru sýknaðir þrátt fyrir lög sem sérstaklega hafa verið sett til að ná yfir þá. Það er vissulega ástæða til að kanna, eins og Eygló Harðardóttir hefur farið fram á, hvers vegna orðalagi í hinum upphaflega […]

Fimmtudagur 10.11 2011 - 11:42

Arnaldur

Ég er að lesa bók Arnaldar Indriðasonar um Einvígið. Hún hefur sýnilega til að bera alla bestu kosti Arnaldar, ekki síst notalegt og rólyndislegt andrúmsloft, þar sem þó er gjarnan eitthvað ískyggilegt undir niðri. Lögreglumennirnir Marion og Albert eru ósköp svipaðir þeim Erlendi og Sigurði Óla sem aðdáendum Arnaldar þykir vænt um. Hún hefur líka […]

Fimmtudagur 10.11 2011 - 08:50

Sjálfstæðið í hættu?

Umræður um hvort við ættum að ganga í Evrópusambandið snúast ótrúlega oft um þá undarlegu spurningu hvort við „viljum vera sjálfstæð þjóð“. Sjá til dæmis og nánast af handahófi þetta blogg Eyglóar Harðardóttur þingmanns Framsóknarflokksins. Eygló segir að þeir sem vilji ganga í ESB reyni að fylla Íslendinga efasemdum um getu þjóðarinnar til að vera […]

Miðvikudagur 09.11 2011 - 10:27

Bloggheimar loga

„Bloggheimar loga,“ er orðinn fastur frasi um það þegar eitthvert mál kveikir miklar umræður í samfélaginu. Ég blogga nú á við hvurn sem er, en verð að viðurkenna að mér finnst þetta orðið dálítið erfitt orðalag. Sér í lagi ef það er notað trekk í trekk. Þeir virðast ansi eldfimir, þessir bloggheimar. Og kannski endar […]

Þriðjudagur 08.11 2011 - 15:20

„Svona kristilegt“

Lilja Mósesdóttir ætlar að stofna nýjan flokk. Það er gott. Ég er eindregið hlynntur því að ný stjórnmálaöfl komi til sögunnar, og okkur gefist sem flest tækifæri til að losna úr viðjum hefðbundins flokkskerfis. Ég verð samt að segja að mér fannst svolítið einkennileg áhersla hennar í Silfri Egils um daginn á að flokkurinn ætti […]

Þriðjudagur 08.11 2011 - 10:32

Allir synir mínir

Af vissum ástæðum veit ég að nú eru nokkrir leikarar Þjóðleikhússins að æfa leikritið Allir synir mínir eftir Arthur Miller. Það var frumsýnt á útmánuðum við mikið lof og prís, en sýningar urðu samt af einhverjum ástæðum ekki mjög margar. Nú verður stykkið sem sagt fært upp aftur, og mér finnst ástæða til að hvetja […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!