Föstudagur 18.11.2011 - 14:48 - FB ummæli ()

Engin takmörk

Það virðist nú hafa verið staðfest.

Ljóshraðinn er ekki mesti hraði í alheiminum.

Sjá hér.

Vísindamenn munu að vísu telja sig þurfa meiri prófanir, áður en þeirri kennisetningu Alberts Einstein verður kastað fyrir róða að ekkert geti nokkru sinni farið hraðar en ljósið.

En líkurnar aukast.

Þessi kennisetning Einsteins hefur verið viðtekinn sannleikur í 100 ár.

Það mun kannski ekki hafa mikil áhrif á daglegt líf fólks í fyrstu, þótt við komumst að því að til séu agnir sem fari ennþá hraðar en ljósið.

En sé það rétt – eins og flest virðist benda til – þá er þó ljóst að við vitum minna um alheiminn en við héldum.

Einkum um takmörk hans.

Æ fleiri líkur benda nú til þess að sá alheimur sem við sjáum (og virkar vissulega nógu stór!) sé ekki annað en örlítið brot af hinum raunverulega alheimi, og líklega séu alheimarnir í rauninni margir.

Kannski gilda mjög ólík eðlisfræðilögmál í þeim.

Og ljóshraðinn virðist altént ekki lengur vera endimörk hraðans í þessum heimum öllum!

Gaman.

Segiði svo að við lifum ekki á spennandi tímum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!