Þriðjudagur 15.11.2011 - 16:06 - FB ummæli ()

Enn er gasprað

Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðsemi Kárahnjúkavirkjunar sé of lág.

Sjá hér.

Þá er aðeins verið að tala um peningalega arðsemi, og umhverfisspjöll ekki reiknuð inn í dæmið, skilst mér.

Ég man eftir fullyrðingum á undirbúningstíma þessarar tröllauknu virkjunar, þar sem einmitt þessu var haldið fram.

Að arðsemin yrði hvergi nærri næg.

Það væri athyglisvert að sjá samantekt á þeim viðbrögðum sem þær fullyrðingar vöktu.

Þær voru taldar vonlausar úrtölur, neikvætt raus og nánast svik við Austfirðinga.

En nú er þetta allt komið á daginn.

Og enn er samt gasprað um álver og stórvirkjanir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!