Mánudagur 13.02.2012 - 12:00 - FB ummæli ()

Kominn með uppí kok

Þið fyrirgefið en ég er að verða kominn með uppí kok af hagfræðingum.

Og hagfræði yfirleitt.

Það mætti ætla að það væri tiltölulega einföld spurning hvort gerlegt væri að fara út í býsna almenna skuldaniðurfellingu í 300.000 manna samfélagi.

Og það ætti líka – skyldi maður ætla – að vera frekar einfalt mál að komast að niðurstöðu um hvort verðtrygging sé heppileg í þessu sama samfélagi.

En það er nú eitthvað annað!

Þetta virðist beinlínis vera hér um bil flóknasta mál í heimi.

Ég er viss um að maðurinn verður kominn til Mars – og líklega farinn aftur – áður en hagfræðingar komast að niðurstöðu um þetta svakalega flókna mál.

Nú er hafin ný umferð í þessu þrefi:

„Klassísk hagfræði skilur ekki raunhagkerfið og tengsl milli peninga og verðmætasköpunar svo sem heyra má af málflutningi aðdáenda þeirrar hagfræði. Þessir aðilar einblína á peningahagkerfið og virðast telja það lífa sjálfstæðu lífi sem sé óháð raunhagkerfinu.“

Blablabla!

Fyrirgefiði, en er ekki hægt að loka þetta fólk inni og láta það rífast þar, svo við hin getum reynt að ímynda okkur að líf okkar snúist um eitthvað annað en hagfræði?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!