Fimmtudagur 09.02.2012 - 20:20 - FB ummæli ()

Siðbót Rannveigar Ásgeirsdóttur

Rannveig Ásgeirsdóttir bauð sig fram til að standa fyrir „siðbót“ í Kópavogi.

Fallegt dæmi um siðbót hennar mátti sjá í örstuttu viðtali við sjónvarpið fyrr í kvöld.

Þar fór Rannveig undan í flæmingi, heldur svona hrokagikksleg á svip, skipti um umræðuefni, drap spurningu á dreif og útskýrði að fyrri orð, sem virtust svo skýr, hefðu í rauninni þýtt eitthvað annað.

Þetta var siðbót Rannveigar Ásgeirsdóttir.

Til hamingju Kópavogsbúar með þessa fallegu siðbót.

Og meðal annarra orða – til hamingju líka með Gunnar Birgisson.

Þau Rannveig verða góð saman í siðbótinni.

Nú er Gunnar Birgisson orðinn siðbót Kópavogs holdi klædd.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!