Færslur fyrir desember, 2011

Laugardagur 17.12 2011 - 00:24

Spurningin sem bíður

Nú hefur verið ákveðið að ræða ekki tillögu Bjarna Benediktssonar um fella niður mál gegn Geir Haarde fyrr en í janúar. Ýmsir hafa áður bent á að í réttarhöldum yfir Geir verður til dæmis borin fram eftirfarandi spurning: „Nú hefur verið upplýst að vorið 2008 sendi seðlabankastjóri Breta bréf til aðalbankastjóra íslenska seðlabankans, þar sem […]

Föstudagur 16.12 2011 - 11:15

Réttarfarið er ekki jólagjöf

Ég vona að ég sé ekkert átakanlega illa innrættur maður. Og pólitískur ofstækismaður er ég ekki. Þó er ég þeirrar skoðunar að Geir Haarde eigi að svara til saka fyrir Landsdómi og það væri beinlínis fáránlegt ef Alþingi reyndi nú að hlutast til um að draga ákæruna gegn honum til baka. Ástæðan er ekki persónuleg […]

Fimmtudagur 15.12 2011 - 13:29

Lífið er skemmtilegt

Hvað eru menn stundum að tuða um að lífið sé leiðinlegt? Það er þvert á móti mjög skemmtilegt. Áðan sendi ég tölvupóst með ákveðnu erindi til manns nokkurs. En af því ég hef áttað mig á því gegnum tíðina að hann les tölvupóstinn sinn ansi stopult, þá hringdi ég á vinnustað mannsins og spurði hvort […]

Þriðjudagur 13.12 2011 - 17:22

Viljum við þetta?

Ég er að reyna að stilla mig. En það gengur stundum illa, til dæmis þegar maður les fréttir eins og þessa. Katrín Júlíusdóttir ætlar að fara að „lokka“ hingað trúaða Bandaríkjamenn. Ha?! Því ekki nuddstofur fyrir ofsatrúaða zíonista? Því ekki sérstakar heilsulindir fyrir íslamista? Eru trúaðir Bandaríkjamenn einmitt sá hópur sem við viljum tengja við […]

Þriðjudagur 13.12 2011 - 10:47

Evrópusambandið er fínt

Ég skrifaði á Facebook-síðuna mína áðan að mér litist bara nokkuð vel á Evrópusambandið. Þá birtist einn FB-vina minna og hrósaði mér fyrir góðan húmor. Hann hefur vafalítið talið þetta vera kaldhæðni – í ljósi þess að Evrópusambandið á nú í ýmsum vanda, og hefur þurft að skjóta á stöðugum neyðarfundum út af evrunni. En […]

Mánudagur 12.12 2011 - 14:38

Verstu hrunin

Átjánda öldin var einhver merkilegasti tími Íslandssögunnar, en það kemur reyndar ekki til af góðu einu. Sjaldan hafa fleiri og verri hrun dunið yfir íslensku þjóðina á einni öld. Litla ísöldn hélt landsmönnum enn í heljargreipum, svo veðurfar var mun verra en við myndum nú telja bærilegt. Miklar farsóttir gengu yfir – verst var sjálf […]

Sunnudagur 11.12 2011 - 18:41

Aðhald fyrir dómara

Ég tek heils hugar undir með Jónasi Kristjánssyni í þessari bloggfærslu hér. Lengi vel þótti ósæmilegt að nefna nöfn dómara í fréttum af niðurstöðum mála. Dómararnir áttu að vera andlitslausir vörslumenn réttlætisins. Íslenskir dómarar bjuggu sjálfir á fyrri tímum til orðtakið „Ekki tjóir að deila við dómarann“ til að koma í veg fyrir gagnrýni á […]

Föstudagur 09.12 2011 - 15:09

Hugsi

Heiða Helgadóttir og Guðmundur Steingrímsson kynntu drög að nýjum stjórnmálaflokki í gær. Mér leist bráðvel á það sem ég heyrði af fundinum, nema hvað ég verð að viðurkenna að ég varð svolítið hugsi yfir því að þau munu hafa tilkynnt að þau tvö myndu leiða lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveim í næstu kosningum. Nú efast ég […]

Miðvikudagur 07.12 2011 - 11:59

Kúgun? Einelti?

Stóra Vantrúarmálið er þess eðlis að hollast er að halda sig víðs fjarri. Málið virðist að stórum hluta snúast um einhverja undarlega þrætubók varðandi starf siðanefndar einnar við Háskóla Íslands. En þar sem Vantrúarmenn eru af mjög svo málsmetandi mönnum sakaðir um einelti, kúgunartilburði, ritskoðun og ofstæki, þá rann mér þó blóðið til skyldunnar að […]

Mánudagur 05.12 2011 - 19:15

Tvíburi

Hérna er komin sannkölluð stórfrétt. Hinn nýi Kepler-sjónauki er búinn að finna þann „tvíbura Jarðarinnar“ sem menn hafa leitað að svo lengi. Það er að segja reikistjörnu sem er á stærð við Jörðina okkar, og hitastigið bærilegt að okkar skilningi. Sjá hér. Reikistjarnan hefur enn ekki hlotið ljóðrænna nafn en Kepler 22-b, en kannski verður […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!