Þriðjudagur 13.12.2011 - 10:47 - FB ummæli ()

Evrópusambandið er fínt

Ég skrifaði á Facebook-síðuna mína áðan að mér litist bara nokkuð vel á Evrópusambandið.

Þá birtist einn FB-vina minna og hrósaði mér fyrir góðan húmor.

Hann hefur vafalítið talið þetta vera kaldhæðni – í ljósi þess að Evrópusambandið á nú í ýmsum vanda, og hefur þurft að skjóta á stöðugum neyðarfundum út af evrunni.

En reyndar átti þetta alls ekki að vera neitt fyndið hjá mér.

Mér líst í raun og sannleika nokkuð vel á Evrópusambandið um þessar mundir.

Sambandið er að reyna að laga það sem gallað hefur reynst vera í kerfinu, og skjóta styrkari stoðum undir myntina sína.

Og auka aga og stöðugleika í peningamálum og fjármálakerfi.

Og þó það taki kannski einhvern tíma eru engar líkur á öðru en það takist á endanum.

Og þetta er meira en við erum að gera á Íslandi.

Hér fer ekkert óskaplega mikið fyrir auknum aga, og fjármálakerfið fer sínu fram sem fyrr.

Og það fer nákvæmlega engin umræða hér fram um gjaldmiðilsmál, þótt öllum megi ljóst vera að það dugi ekki lengur að púkka upp á krónuræfilinn okkar sem sífellt kvarnast úr, og engar horfur á að það breytist.

Nei, mér líst bara vel á Evrópusambandið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!