Mánudagur 05.12.2011 - 19:15 - FB ummæli ()

Tvíburi

Hérna er komin sannkölluð stórfrétt.

Hinn nýi Kepler-sjónauki er búinn að finna þann „tvíbura Jarðarinnar“ sem menn hafa leitað að svo lengi.

Það er að segja reikistjörnu sem er á stærð við Jörðina okkar, og hitastigið bærilegt að okkar skilningi.

Sjá hér.

Reikistjarnan hefur enn ekki hlotið ljóðrænna nafn en Kepler 22-b, en kannski verður breyting á því núna.

Hún er ekki nema tvisvar sinnum stærri en Jörðin, og hitastigið er ekki nema 22 gráður á Celsíus.

Þar gæti sem sagt hæglega þróast líf eitthvað í ætt við það sem við þekkjum.

Því miður vita menn ekki enn hvort um er að ræða gasplánetu eða klettaplánetu, en þar sem Kepler 22-b er í rauninni mjög lítil, þá er líklegast að þetta sé klettapláneta.

Og þar með skyld Jörðinni.

Því miður er plánetan í svo mikilli fjarlægð að við munum auðvitað aldrei komast þangað.

Hún mælist vera í 600 ljósára fjarlægð. Sem þýðir að ljósið á sínum ógnarhraða yrði 600 ár á leiðinni þangað.

En nú er náttúrlega (næstum) búið að sanna að hægt sé að fara hraðar en ljósið …

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!