Sunnudagur 11.12.2011 - 18:41 - FB ummæli ()

Aðhald fyrir dómara

Ég tek heils hugar undir með Jónasi Kristjánssyni í þessari bloggfærslu hér.

Lengi vel þótti ósæmilegt að nefna nöfn dómara í fréttum af niðurstöðum mála. Dómararnir áttu að vera andlitslausir vörslumenn réttlætisins.

Íslenskir dómarar bjuggu sjálfir á fyrri tímum til orðtakið „Ekki tjóir að deila við dómarann“ til að koma í veg fyrir gagnrýni á störf sín.

Ef mér leyfist svolítið persónuleg minning, þá man ég að það þótti afar „djarft“ þegar ég gagnrýndi einhvern dóm í kynferðisbrotamáli í pistli í útvarpinu fyrir eitthvað um 15-16 árum, og nefndi nöfn dómaranna.

Sumum fannst illa vegið að dómurunum með því!

Dómarar eiga að sjálfsögðu ekki að vera í nokkurs konar vinsældakeppni en það er heldur ekki það sem Jónas er að mælast til. Bara að dómarar eins og aðrir í samfélaginu þurfi að sæta eðlilegu aðhaldi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!