Færslur fyrir desember, 2011

Mánudagur 05.12 2011 - 18:14

Karlmenni?

Í DV í dag má lesa mjög nöturlega frásögn úr hinu svonefnda „skemmtanalífi“ á Íslandi. Þar segir af karli á öndverðum fertugsaldri sem fer út að kvöldi með kærustu sinni og „pikkar upp“ drukkna táningsstúlku til að flikka upp á hnignandi hjónalíf sitt. Og fer meira að segja, að því er heimildarmenn blaðsins herma, að […]

Mánudagur 05.12 2011 - 17:00

Meira dót

Fyndin er frétt kanadíska blaðsins um hinar miklu áhyggjur sem kanadíski herinn hefur af mögulegum umsvifum Kínverja á Íslandi. Ég held nú að mergurinn málsins leynist í þessari setningu: „Senior figures in Canada’s military believe this is why Canada needs more ice breakers, ships and submarines.“ Eða: „Háttsettir menn í Kanadaher telja að þess vegna […]

Sunnudagur 04.12 2011 - 13:54

Svei!

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur gert þá tillögu að Sigurður A. Magnússon rithöfundur skuli bætast í heiðurslaunaflokk þingsins. Fólk sem viðurkennir hlut og mikilvægi Sigurðar í íslenskum bókmenntum hefur lengi reynt að fá honum þarna sæti, en það hefur aldrei tekist vegna ákafrar andstöðu sjálfstæðismanna og líka framsóknarmanna. Ástæðurnar fyrir því eru pólitísk afskipti Sigurðar […]

Sunnudagur 04.12 2011 - 10:34

Takk

Það gerist ekki oft núorðið að gamall hundingi kemst yfir bók sem ég er beinlínis þakklátur fyrir að hafa lesið. Það gerðist þó í morgun. Ég vaknaði um hálfátta og fór að lesa Jójó eftir Steinunni Sigurðardóttur. Kláraði hana svo rétt í þessu. Þetta er falleg bók, sorgleg, viturleg, hlý … og skilningsrík. Ég hirði […]

Laugardagur 03.12 2011 - 10:28

Sannur meistari

Það er full ástæða til að vekja athygli á skemmtilegum viðburði sem verður í Hörpu í dag klukkan eitt. Friðrik Ólafsson stórmeistari í skák mun þá tefla fjöltefli við tíu af efnilegustu skákkrökkum landsins. Sjá hér. Saga Friðriks sem skákmeistara er stórmerkileg. Hér á Íslandi var vissulega töluverð skákhefð um miðja 20. öld, en samt […]

Laugardagur 03.12 2011 - 09:43

Léleg arðsemi stóriðjunnar

Arðsemi af virkjunum fyrir stóriðju er lægri hérlendis heldur en af sambærilegri starfsemi erlendis. Þessu hefur lengi verið haldið fram en talsmenn álverja og velferðarkerfis vinnuvélanna hafa þrjóskast við. Hérna er komin enn ein sönnun þess, og vonandi sú endanlega. Alltof lengi hafa stóriðjufíklar fengið að telja okkur trú um að hin eina framtíð okkar […]

Laugardagur 03.12 2011 - 09:24

Hvað ætla þeir að gera í því?

Jón Trausti Reynisson skrifaði grein í DV þar sem hann vakti athygli á og gagnrýndi orð Karls Sigurbjörnssonar biskups og Þórhalls Heimissonar sóknarprests um afstöðu Reykjavíkurborgar varðandi þátttöku skólabarna í messum og trúboði. Sjá hér. Menn geta haft hvaða skoðun sem þeir vilja á tilmælum Reykjavíkurborgar. Mér sýnist ekki nokkur ástæða til að gera veður […]

Föstudagur 02.12 2011 - 11:46

Hahaha, Gunnlaugur M. Sigmundsson

DV birtir í dag SMS-skeytin sem Gunnlaugur M. Sigmundsson sendi Teiti Atlasyni. Í raun og veru er þetta ekkert gamanmál. Það er ekkert sniðugt við að auðmaður skuli fara í mál við bloggara sem rifjar upp og endurprentar meira en áratugar gamlar greinar úr Morgunblaðinu um það hvernig þessi tiltekni auðmaður komst yfir fé sitt. […]

Fimmtudagur 01.12 2011 - 14:13

Óvænt perla

Ég skrifaði fyrr í dag um tvær bækur úr jólabókaflóðinu. Svo er ég búinn að lesa eina bók enn sem kom mér mjög skemmtilega á óvart. Sölvi Björn Sigurðsson gaf vissulega út fína skáldsögu fyrir tveimur árum sem heitir Síðustu dagar móður minnar, en hér heggur hann í allt annan knérunn. Þetta er saga sem […]

Fimmtudagur 01.12 2011 - 14:08

Tveir strákar

Menn tala um að nú séu góð bókajól. (Ætli það hugtak sé til einhvers staðar annars staðar en hér? Hvernig er bókaútgáfa í Færeyjum?) Það eru að minnsta kosti óvenju margar hnýsilegar skáldsögur á ferð. Ég held að engum blöðum sé um að fletta að Konan við 1.000 gráður sé veigamesta og djúpskreiðasta skáldsaga Hallgríms […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!