Laugardagur 03.12.2011 - 09:43 - FB ummæli ()

Léleg arðsemi stóriðjunnar

Arðsemi af virkjunum fyrir stóriðju er lægri hérlendis heldur en af sambærilegri starfsemi erlendis.

Þessu hefur lengi verið haldið fram en talsmenn álverja og velferðarkerfis vinnuvélanna hafa þrjóskast við.

Hérna er komin enn ein sönnun þess, og vonandi sú endanlega.

Alltof lengi hafa stóriðjufíklar fengið að telja okkur trú um að hin eina framtíð okkar hljóti að liggja í stóriðjufabrikkum.

Allt annað sé bara hlægilegt húmbúkk.

Fjallagrasatínslubull.

Raunveruleg atvinna í landinu felist aftur á móti í því ræsa vélarnar, ræsa vélarnar, RÆSA VÉLARNAR!

Hættum nú að hugsa um álverin. Förum að hugsa um aðra hluti, sem greinilega eru ekki bara umhverfisvænni og mannvænlegri, heldur líka arðbærari.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!