Fimmtudagur 01.12.2011 - 14:13 - FB ummæli ()

Óvænt perla

Ég skrifaði fyrr í dag um tvær bækur úr jólabókaflóðinu.

Svo er ég búinn að lesa eina bók enn sem kom mér mjög skemmtilega á óvart. Sölvi Björn Sigurðsson gaf vissulega út fína skáldsögu fyrir tveimur árum sem heitir Síðustu dagar móður minnar, en hér heggur hann í allt annan knérunn. Þetta er saga sem séra Björn í Sauðlauksdal segir, en hann er kunnastur fyrir að hafa kynnt Íslendinga fyrir kartöflunni á 18. öld.

Þarna er lýst veislu sem séra Björn ætlar að halda en ýmislegt ber til tíðinda, áður en af henni getur orðið. Bókin er skrifuð af miklum þrótti og heilmikilli nautn, og ekkert er alveg eins og það sýnist.

Nautnin birtist bæði í sögunni sjálfri og stíl hennar, og líka í söguefninu – furðulegu samfélaginu, veislunni, matnum og matargerðinni, lífsgleðinni og svo ógninni sem er einhvers staðar á kreiki.

Bókin kom seint út, en á skilið alla athygli. Óvænt perla í jólabókaflóðinu!

Þessi bók heitir Gestakomur í Sauðlauksdal og svo kemur langur undirtitill.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!