Fimmtudagur 15.12.2011 - 13:29 - FB ummæli ()

Lífið er skemmtilegt

Hvað eru menn stundum að tuða um að lífið sé leiðinlegt?

Það er þvert á móti mjög skemmtilegt.

Áðan sendi ég tölvupóst með ákveðnu erindi til manns nokkurs.

En af því ég hef áttað mig á því gegnum tíðina að hann les tölvupóstinn sinn ansi stopult, þá hringdi ég á vinnustað mannsins og spurði hvort símastúlka þar gæti haft samband við hann og beðið hann að kíkja snöggvast á tölvupóstinn sinn.

Hann reyndist að vísu ekki vera í vinnunni í dag – en hvort hún gæti þá kannski hringt í hann fyrir mig og bent honum á þetta?

En símastúlkan sagði nei.

Hún gæti ekkert verið að hringja í hann. Þaðan af síður sent honum SMS. Svoleiðis væri ekki gert.

Að lokum féllst hún samt á að senda honum tölvupóst með erindinu.

Svo næst þegar þessi ágæti maður lítur í tölvupóstinn sinn, þá sér hann þar póst frá símastúlkunni þar sem hún biður hann þess lengstra orða fyrir mína hönd að kíkja nú sem fyrst á tölvupóstinn sinn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!