Færslur fyrir október, 2012

Föstudagur 19.10 2012 - 17:39

Rangar auglýsingar

Mig minnir fastlega að í gamla daga hafi þeir sem héldu úti vefsíðunni Andríki verið hjartahreinir frjálshyggjumenn, sem héldu fram sínum hugsjónum af mikilli festu en líka heiðarleika. Það hefur þá eitthvað breyst því nú dynja í útvarpinu auglýsingar sem merktar eru Andríki, þar sem fullyrt er að tillögur stjórnlagaráðs auðveldi ríkisstjórninni að koma Íslandi […]

Föstudagur 19.10 2012 - 16:22

„Miklu betri“ en núverandi stjórnarskrá

Tillögur stjórnlagaráðs fela í sér umtalsverðar umbætur. Þó ekki væri annað – þá er rétt að halda því til haga sem Pétur H. Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði orðrétt í Silfri Egils síðastliðinn sunnudags að þessar tillögur væru „miklu betri“ en núverandi stjórnarskrá.

Föstudagur 19.10 2012 - 08:21

Spurningarnar eru ekkert loðnar

Í gær kvartaði maður nokkur við mig á Facebook yfir því að spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun væru svo „loðnar“. Hvernig ætti hann eiginlega að greiða atkvæði við fyrstu spurningunni ef hann væri 90 prósent sammála tillögum stjórnlagaráðs, en 10 prósent á móti? En í reynd eru spurningnar ekki hót „loðnar“. Þær snúast bara um […]

Fimmtudagur 18.10 2012 - 19:40

Því sem ekki verður haggað

Andstæðingar stjórnarskrártillagna stjórnlagaráðs veifa nú nokkuð því vopni að tillögurnar séu svo illa úr garði gerðar, óljósar og mótsagnakenndar. En það er einfaldlega rangt. Þótt þær hafi verið til skoðunar í meira en heilt ár hefur ekki tekist að sýna fram á neina byggingargalla eða stórfellda feila eða hættulegt flan sem í þeim felast. Menn […]

Fimmtudagur 18.10 2012 - 18:48

Eru þingmenn réttu mennirnir?

Eitt atriði í sambandi við þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardag má vel árétta. Ein ástæða þess að þingmenn – með djúpri virðingu fyrir þeim – eru ekki endilega réttu mennirnir til að skrifa stjórnarskrá er sú að stjórnarskráin fjallar meðal annars um þá sjálfa. Ákvæði stjórnarskrártillagna stjórnlagaráðs um aukið persónukjör og jafnt vægi atkvæða munu til dæmis […]

Fimmtudagur 18.10 2012 - 10:52

„Í því efni búum vér því ennþá við bætta flík“

Andstæðingar hinna nýju stjórnarskrártillagna eru enn við það heygarðshorn að það skipti ógurlega miklu máli að 95 prósent atkvæðisbærra manna hafi samþykkt lýðveldisstjórnarskrána í þjóðaratkvæðagreiðslu 1944. Reyndar hef ég heyrt furðulegasta fólk halda þessu á lofti. Þessi háa prósentutala sýni að þjóðin hafi unnað stjórnarskránni heitt, og þess vegna sé af einhverjum ástæðum bæði óþarfi […]

Miðvikudagur 17.10 2012 - 11:23

Fúsk? Æ, ég held ekki

„Fúsk“ segir Bjarni Benediktsson að tillögur stjórnlagaráðs séu. Þetta orðaval fer svolítið í taugarnar á mér. Í áratugi hafa menn ætlað sér að skrifa nýja stjórnarskrá. Þó nokkrar atrennur hafa verið gerðar og langar skýrslur skrifaðar. Að því verki hafa unnið stjórnmálamenn, lögfræðingar og aðrir sérfræðingar. Nú síðast var kallaður saman Þjóðfundur til að setja […]

Þriðjudagur 16.10 2012 - 11:18

Sviss og landsliðið

Væntanlega verður troðfullt á Laugardalsvelli í kvöld þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Sviss. Enda verður að segjast að Ísland hefur líklega aldrei verið í betri stöðu til að gera rósir í undankeppni fyrir stórmót. Skemmtilegast við íslenska liðið um þessar mundir er að það spilar miklu liprari fótbolta en oftast áður. Sú þróun hófst […]

Laugardagur 13.10 2012 - 11:08

Burt með launhelgarnar

Valdastéttir hafa alltaf gripið til þess ráðs til að halda völdum sínum að sveipa sig launhelgum. Þær hafa skapað í kringum sig það andrúmsloft og þær hefðir að enginn geti í rauninni skilið samfélagið og umheiminn til fulls, nema sá sem er innvígður í þessar launhelgar. Og hvað þá fengið að ráða einhverju! Það þarf […]

Föstudagur 12.10 2012 - 11:35

Víst eigum við að gæta bróður okkar

Það er margt á seyði og að mörgu að hyggja. Við þurfum að undirbúa okkur fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna eftir viku, þar sem fólk getur greitt því atkvæði að stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs verði grundvöllur að nýrri stjórnarskrá Íslands – og mun þá verða til verulegra bóta fyrir íslenskt samfélag. Við þurfum líka að fylgjast með nýjustu skandölunum, og […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!