Fimmtudagur 18.10.2012 - 18:48 - FB ummæli ()

Eru þingmenn réttu mennirnir?

Eitt atriði í sambandi við þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardag má vel árétta.

Ein ástæða þess að þingmenn – með djúpri virðingu fyrir þeim – eru ekki endilega réttu mennirnir til að skrifa stjórnarskrá er sú að stjórnarskráin fjallar meðal annars um þá sjálfa.

Ákvæði stjórnarskrártillagna stjórnlagaráðs um aukið persónukjör og jafnt vægi atkvæða munu til dæmis hafa bein áhrif á feril þó nokkuð margra þingmanna.

Ætti að leggja það á fólk að taka þannig mjög afdrifaríkar ákvarðanir um eigið starf?

Ég ætla ekki að gera lítið úr heiðarlegu starfi og áhuga þingmanna á betri stjórnarskrá. En það má samt vel halda þessu til haga.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!