Fimmtudagur 18.10.2012 - 19:40 - FB ummæli ()

Því sem ekki verður haggað

Andstæðingar stjórnarskrártillagna stjórnlagaráðs veifa nú nokkuð því vopni að tillögurnar séu svo illa úr garði gerðar, óljósar og mótsagnakenndar.

En það er einfaldlega rangt.

Þótt þær hafi verið til skoðunar í meira en heilt ár hefur ekki tekist að sýna fram á neina byggingargalla eða stórfellda feila eða hættulegt flan sem í þeim felast.

Menn hafa misjafnar skoðanir um hin ýmsu atriði, eins og eðlilegt má heita. Sumt eru smekksatriði, önnur vega þyngra, og það er ekki nema sjálfsagt að einhver þeirra vekji heita andstöðu.

En að þetta sé gallað verk, það fellst ég ekki á.

Komi þeir gallar á daginn í yfirferð sérfræðinganefndar og/eða Alþingis, þá verða þeir að sjálfsögðu lagaðir, en meginhugmyndir stjórnlagaráðs um bætt stjórnkerfi, aukna ábyrgð stjórnvalda, meira gegnsæi og auðlindir í þjóðareigu – þessi og önnur meginatriði tillagnanna, sem geta bætt þjóðfélag okkar, þeim verður auðvitað ekki haggað.

Ef fólk greiðir tillögunum atkvæði á laugardaginn.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!