Föstudagur 19.10.2012 - 17:39 - FB ummæli ()

Rangar auglýsingar

Mig minnir fastlega að í gamla daga hafi þeir sem héldu úti vefsíðunni Andríki verið hjartahreinir frjálshyggjumenn, sem héldu fram sínum hugsjónum af mikilli festu en líka heiðarleika.

Það hefur þá eitthvað breyst því nú dynja í útvarpinu auglýsingar sem merktar eru Andríki, þar sem fullyrt er að tillögur stjórnlagaráðs auðveldi ríkisstjórninni að koma Íslandi í ESB.

Og svo fylgir hvatning um að segja „nei“.

Þessi fullyrðing er röng, og á það hefur margoft verið bent. Tillögur stjórnlagaráðs auðvelda EKKI ríkisstjórn að koma Íslandi í ESB.

Það er alveg þvert á móti – því verði tillögurnar að stjórnarskrá þá verður ríkisstjórn SKYLT að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild.

En það er nefnilega ekki skylda samkvæmt núverandi stjórnarskrá.

Fullyrðing Andríkis er því alröng – og það sem verra er, þeir sem að henni standa vita það áreiðanlega fullvel – eins oft og hefur verið fjallað um þetta.

En þeir kjósa að fara fram með rangt mál, í von um að lokka einhverja ESB-andstæðinga til að segja „nei“, þegar í raun væri mun rökréttara að þeir segðu „já“.

En altént – það er leiðinlegt að horfa svona upp á fólk troða upp með blekkingar. Sér í lagi hina fornu baráttumenn sem ætluðu að sigra heiminn með heiðarlegri hugsjónabaráttu.

Og undarlegt af Ríkisútvarpinu að leyfa auglýsingar sem augljóslega eru rangar.

Því þetta er ekkert túlkunaratriði, þetta er bara rangt.

Tillögur stjórnlagaráðs auðvelda ríkisstjórn EKKI að ganga í ESB.

Þvert á móti.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!