Sunnudagur 21.10.2012 - 17:18 - FB ummæli ()

Sátt

Ég heyri sagt að nú ættu stuðningsmenn tillagna stjórnlagaráðs að teygja sig langar leiðir til andstæðinga þeirra tillagna, svo að skapa megi sátt.

Ég er að sjálfsögðu alltaf og ævinlega fylgjandi sáttum í hverju máli.

En mér finnst samt að orðræða af þessu tagi sé byggð á ákveðnum misskilningi.

Sátt um grundvöll að nýrri stjórnarskrá Íslands náðist í gær.

Sextíu og sex prósent greiddu þeirri sátt atkvæði sitt.

Sextíu og sex prósent finnst mér mikil sátt og góð.

Þeir sem sögðu „nei“ ættu nú að ganga í lið með 66 prósentunum og betrumbæta tillögurnar á allan þann hátt sem hægt er.

Til þess er svigrúm, tími og áreiðanlega vilji.

Ég er því alls ekki að gera lítið úr þeirri vinnu sem nú fer í hönd.

En sú sátt sem skapaðist í gær má auðvitað ekki vera útvötnuð og útþynnt. Þjóðin er búin að segja álit sitt og það álit var guðsblessunarlega skýrt.

 

Bara svo það sé á hreinu, þá þýða þessi orð auðvitað ekki að nú eigi einhver meirihluti að fara að „valta yfir“ einhvern minnihluta með frekju og látum. Það er auðvitað ekkert í mínum orðum sem styður þá túlkun.

Enda er ég ekki þeirrar skoðunar.

Ég meina aðeins að nú ættu megindrættir nýrrar stjórnarskrár að liggja vel og rækilega fyrir, og við ættum því að huga saman að því að gera þá sem best úr garði og þannig að sem allra flestir verði sáttir.

 

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!