Mánudagur 22.10.2012 - 09:52 - FB ummæli ()

Eitthvað jákvætt

Guðmundur Andri Thorsson skrifar að mínum dómi skynsamlega um þjóðaratkvæðagreiðsluna í Fréttablaðið í morgun.

Sjá hér.

Ég vek sérstaka athygli á niðurlagsorðunum, og vona að þingmenn sem núna ná tillögurnar til meðferðar taki þau til sín.

Ég sat náttúrlega í stjórnlagaráði, en ég held samt að mér sé óhætt að segja að þau séu sönn.

Í stjórnlagaráði kúgaði minnihlutinn ekki meirihlutann, og meirihlutinn þaðan af síður minnihlutann, einfaldlega af því þar voru hvorki minnihluti né meirihluti. Þar voru bara ólíkir einstaklingar með ólíkar skoðanir en allir sem einn ákveðnir í að ná víðtæku en þó innihaldsríku samkomulagi.

Megi Alþingi svo vinna í sama dúr.

Guðmundur Andri skrifar:

„Maður fyllist óþoli og ókyrrð við að horfa á svona [kappræður stjórnmálaforingja]. Það rifjaðist upp hvernig þetta var í Stjórnlagaráði sem komst að einróma niðurstöðu, þrátt fyrir að þar væru ákaflega ólíkir einstaklingar sem voru fulltrúar mjög ólíkra sjónarmiða.

Á stjórnlaga[ráðinu] talaði þetta fólk saman á einhvern alveg nýjan hátt: af virðingu fyrir stöðu sinni og hvert öðru – og okkur kjósendum.

Ný stjórnmál. Það er eitthvað fallegt við þetta ferli, eitthvað hátíðlegt, eitthvað mjög jákvætt.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!