Mánudagur 11.05.2015 - 21:23 - FB ummæli ()

Var þetta svona stór kaka?

Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref.

Og þó það sé ekki lengur fjöldaatvinnuleysi á Íslandi, þá er landflótti hafinn á ný, slíkt er ástandið.

Og hvaða svörum mæta launþegar?

Jú, geðvonskulegum og helstil fruntalegum Bjarna Benediktssyni.

Hann er búinn að klúðra því tækifæri sem alnafni hans og frændi greip svo eftirminnilega á sjöunda áratugnum, þegar hann náði góðu sambandi við verkalýðshreyfinguna á erfiðum tíma.

En Bjarni yngri virðist þó vera á staðnum.

Svör forsætisráðherra við þessum vanda eru hins vegar engin.

Því Sigmundur Davíð er aldrei þessu vant í hvarfi.

(Hvar skyldi það vera, þetta Hvarf þar sem hann virðist alltaf vera?)

Nú er fjarri mér að óska eftir meiri nærveru Sigmundar Davíðs í lífi mínu eða Íslendinga yfirleitt.

Það er samt ansi lágkúrulegt að við þessar aðstæður skuli Sigmundur Davíð ekki hafa neitt að segja – og hvergi sjást.

Hvernig var það, var þetta svona voðalega stór kaka?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!