Mánudagur 11.05.2015 - 08:28 - FB ummæli ()

Sátt sægreifanna

Í útvarpinu nú rétt áðan var mættur á Bylgjuna Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis og helsti málsvari sægreifanna í Sjálfstæðisflokknum.

Hann var kominn til að tala um makríltillögur Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar, og eins og talsmanna ríkisstjórnarflokkanna er háttur bar hann sig illa undan „umræðunni“ sem væri uppfull af misskilningi og rangfærslum.

Og svo sagði hann – nokkurn veginn orðrétt:

„„Það er alltaf verið að tala um þessi makríl- og sjávarútvegsmál eins og þetta snúist allt um einhverja hagsmuni. Við eigum ekki að ræða þetta á þeim grunni. Við eigum að ná um þetta sátt.“

Og þá varð mér hugsað til Calgacusar höfðingja í Skotlandi um það leyti sem Rómverjar freistuðu þess að leggja þar undir sig lönd og lýði.

Calgacus gaf lítið fyrir þær fullyrðingar talsmanna Rómverja að í kjölfar landvinninga og innlimunar í ríki Rómar fylgdi friður, velsæld og stöðugleiki.

Og Calgacus sagði: „Að ræna og rupla og slátra, það kalla þeir ríki sitt. Og þeir leggja allt í rúst og kalla það svo frið.“

Að breyttu breytanda má heimfæra þessa hugsun upp á herfræði sægreifanna í auðlindamálum.

Þeir vilja brjóta allt undir sig og svo eigum við að kalla það sátt.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!