Föstudagur 01.05.2015 - 23:37 - FB ummæli ()

Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref

Já, það eru erfiðir tímar og það er atvinnuþref.

Nú lítur út fyrir mestu vinnudeilur í áratugi.

Og ekki að furða – launafólk hefur axlað miklar byrðar vegna hrunsins, en auðstéttir landsins hafa það – takk fyrir – fínt.

Og á þessum degi launafólks, einmitt í dag þegar allt er strand í viðræðum þess sama launafólks um þó ekki sé nema sanngjarnar kjarabætur …

… þá er kveðja fjármálaráðherra til verkalýðshreyfingarinnar hótfyndin pilla um að hún beri ábyrgð á óstöðugleika í efnahagslífi.

Og svo eyðir hann deginum í að þrefa og þræta á Facebook um frændhygli sína og það spillingarorð sem af auðstéttum fer.

Jáhérna.

Hávaxinn er hann Bjarni Ben.

En stór er hann ekki.

 

Screen shot 2015-05-01 at 11.18.13 PM

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!