Laugardagur 26.04.2014 - 17:44 - FB ummæli ()

Í leit að týndri tíð, 53

Áðan var ég á göngu frá Hlemmi og niður Laugaveginn. Þá bar það til tíðinda að þegar ég var nýlega kominn yfir Snorrabrautina fylltist ég skyndilegri og næstum ómótstæðilegri hvöt til að fara í Stjörnubíó eins og það leit út nýuppgert eftir brunann 1973, kaupa mér brakandi hrískúlur og horfa á ítalska mynd.

Ég þurfti verulega að harka af mér til að kveða niður þessa hvöt og halda áfram ferð minni, en það hjálpaði óneitanlega til, að hrískúlur eru núna ólystugar feitar súkkulaðiklessur og það er búið að loka Stjörnubíói fyrir löngu og ítalskar myndir eru ekki lengur sýndar á almennum sýningum í Reykjavík.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!