Mánudagur 14.04.2014 - 10:57 - FB ummæli ()

Þemagarðurinn Ísland

Í fjölskylduboði í gær var verið að ræða hvort miðbærinn í Reykjavík væri orðinn svokölluð túristagildra.

Þar sem er allt gert til að laða að túrista en þó aðeins gegn háu gjaldi.

Þar til svo er komið að innfæddum er smátt og smátt ýtt burt til að rýma fyrir nýjum hótelum, túristabúðum, túristaveitingastöðum, etc.

Og endar auðvitað með því að túristarnir sjá ekkert annað en aðra túrista.

Fari svo verða túristarnir auðvitað fljótir að leggja á flótta.

Þeir vilja auðvitað fá að upplifa svolítið af íslensku mannlífi, ekki síður en íslenskri náttúru.

En í boðinu komumst við að þeirri niðurstöðu að gegn því mætti sporna með því að koma upp eins konar þemagörðum, þar sem útlendingar gætu upplifað rammíslenskt mannlíf.

Eða það sem við teljum að þeir vilji sjá sem íslenskt mannlíf.

Helmingur kvennanna yrðu klæddar eins og Björk og söngluðu einhverja skrýtna álfalega hluti, en hinn helmingurinn væri eins og amma Halldórs Laxness, sífellt að muldra forneskjuleg kvæði.

Karlmennirnir væru heljarmenni að rífa sundur harðfisk, éta hákarl og handrit og taka í nefið.

Auðvitað mundi enginn Íslendingur fást til að vinna í svona þemagörðum, en það er í góðu lagi.

Við flytjum bara inn Kínverja til þess.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!