Föstudagur 13.06.2014 - 17:14 - FB ummæli ()

Hinn ofsótti Framsóknarflokkur

Á jafnréttisráðstefnu Nordisk Forum í Svíþjóð var verið að ræða stöðu kvenna og hatursofsóknir og ofbeldi sem þær sæta.

Uppi á sviði stendur Siv Friðleifsdóttir og svarar fyrirspurnum úr sal.

Þá gefur sig fram Eygló Harðardóttir jafnréttisráðherra Íslands.

Hvað brennur á henni í jafnréttismálum?

Hvað er það við þær ofsóknir og hatur sem konur mega þola sem hún þráir að vita meira um?

Jú, Eygló Harðardóttir biður um hjálp Sivjar við að bregðast við hatursumræðu gegn … FRAMSÓKNARFLOKKNUM.

Þetta er ekki – ég tek það fram – kaldrifjað grín.

Sjá hér.

Eygló virðist alls ekki skilja hvað var athugavert við þessa „fyrirspurn“.

Hún heldur áfram að valda vonbrigðum, því miður.

Hyyyyldjúpum.

Bönker-hugarfarið er greinilega að verða allsráðandi í Framsóknarflokknum.

En svo er annað.

Siv Friðleifsdóttir vinnur sem aðstoðarmaður Eyglóar.

Þetta var sem sé æft og undirbúið fyrirfram.

Ætlað til heimabrúks.

En er það sæmandi að íslenskur ráðherra noti eða öllu heldur misnoti með hjálp aðstoðarmanns síns norræna ráðstefnu um grafalvarlegt mál til að koma með flokkspólitískar pillur héðan?

Og það pillur af allra fáránlegustu sort?

Hvenær lýkur þessu?

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!