Sunnudagur 01.06.2014 - 22:46 - FB ummæli ()

Langt út úr siðuðu samfélagi

Karl Th. Birgisson skrifaði í dag fínan pistil um Framsóknarflokkinn á sína Herðubreið, þið getið lesið hann hér.

Ég vona að mér fyrirgefist að vitna í sjálfan mig, en ég skrifaði þetta hér þegar ég birti hlekk á pistil Karls á Facebook:

Þetta er góð grein hjá Karli Th. og skiljanlegt að hann reyni að komast hjá því að eitra líf sitt með því að hugsa of mikið um Framsóknarflokkinn, eins og nú er komið fyrir þeim vesaling.

(Eins gott að Eysteinn frændi minn þurfti ekki að lifa þetta!)

Ég á ekki alveg eins auðvelt með þetta og Karl.

Mér finnst Framsóknarflokkur Sigmundar Davíðs hafa farið svo langt út úr siðuðu samfélagi með þessari viðurstyggilegu kosningabrellu að við það verði varla unað.

Það er auðvitað huggun harmi gegn að rasistarnir sem Sveinbjörg, Guðfinna Jóhanna og Sigmundur Davíð vöktu upp til að ná markmiðum sínum, þeir munu verða sviknir eins og allir aðrir kjósendur Framsóknarflokksins.

En skömm þeirra er samt ógurleg að hafa öslað vísvitandi út í þennan flór.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!